Ásetningur til manndráps
- Jón Steinar Gunnlaugsson
- Dec 13, 2024
- 1 min read

Þessa dagana eru sagðar fréttir af dómsmálum, þar sem sakborningur virðast hafa veist að fórnarlambinu á lífshættulegan hátt, þannig að bani hefur hlotist af, en verið samt aðeins ákærður fyrir hættulega líkamsárás.
Það er vissulega svo í sakamálum, að sanna þarf ásetning brotamanns, m.a. til manndráps hafi sú orðið afleiðing árásarinnar. Hafi árásin verið lífshættuleg og brotamanni mátt vera ljóst að dauði kynni að hljótast af, ætti handhafi ákæruvalds að mínum dómi að miða ákæru við að ásetningur hafi staðið til manndráps. Séu einhverjar mildandi aðstæður til staðar ætti það að vera dómarans að taka tillit til þeirra við sakfellingu sína, fremur en ákæranda. Þá má hafa í huga að sá síðarnefndi getur gert varakröfu um heimfærslu brotsins til mildara refsiákvæðis sé tilefni til.
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður