Á jólum ættum við aðeins að hægja á og taka tíma í að hugsa um lífið og tilveruna. Við erum öll að leita að hamingjunni og hvernig við getum best höndlað hana.
Ég er kominn á efri árin og tel mig á langri ævi hafa lært eftirfarandi sannindi um leitina að hamingjunni.
Ekki leita hennar hjá öðrum. Leitum hennar í sjálfum okkur með því að breyta ávallt rétt að okkar eigin mati. Hlustum á skoðanir annarra en látum þær ekki ráða skoðunum okkar fyrr en við höfum að yfirveguðu ráði lagt mat á þær. Munum líka að lífshamingjan er ekki fólgin í að sækjast eftir ríkidæmi og völdum. Hún er fólgin í ástinni og þá fyrst og fremst á þeim sem næstir okkur standa, oftast maka okkar og börnum. Reynum að haga lífi okkar þannig, að við getum sofnað að kvöldi sátt við afstöðu okkar og gjörðir á deginum sem liðinn er. Þá mun svefninn veita okkur hvíld og styrk til að fást við verkefni næsta dags.
Ég óska öllum vinum mínum á fasbókinni gleðilegra og friðsælla jóla.
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður