top of page

Sannfæring þingmanna

  • Writer: Jón Steinar Gunnlaugsson
    Jón Steinar Gunnlaugsson
  • Jun 19, 2024
  • 1 min read

48. gr. stjórnarskrárinnar hljóðar svo:


„Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.“

Fyrir þinginu liggur nú tillaga um vantraust á matvælaráðherra vegna fáheyrðs ofbeldis sem hann hefur beitt Hval hf. með ráðherravaldi sínu. Ráðherrann er þingmaður Vinstri grænna og tekur við af fyrri ráðherrum þess flokks við þau lögbrot sem í þessari háttsemi felast.


Nú er talið að alþingismenn, sem opinberlega hafa lýst forsmán á þessari háttsemi ráðherrans, hyggist greiða atkvæði gegn þessari tillögu í því skyni að halda lífi í ríkisstjórninni sem nýtur stuðnings flokks þess sem þeir tilheyra.


Gangi málið fram með þessum hætti er það ekkert minna en algjör niðurlæging fyrir Alþingi og þá einkum þingmennina sem hér eiga hlut að máli. Þeir virðast þá fremur fylgja fyrirmælum flokksforystu sinnar en sannfæringu sinni.


Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður

 
 

© 2018 JSG lögmenn, Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík og Kaupvangi 6, 700 Egilsstöðum. Netfang: upplysingar@jsg.is. Sími: 5301230.

  • s-facebook
  • s-linkedin
bottom of page