top of page
Writer's pictureJón Steinar Gunnlaugsson

Dýr myndi Eyjólfur allur

Það er birt kostuleg frétt í Morgunblaðinu í dag, laugardag. Einn af nýskipuðum

ráðherrum í ríkisstjórninni, Eyjólfur Ármannsson, segist telja að lög um bókun

35, sem til stendur að setja, brjóti í bága við stjórnarskrána. Hann hefur reyndar

haldið þessu fram af miklum þunga fyrr, en það var áður en hann varð ráðherra.

Kveðst ráðherrann nú geta hugsað sér að greiða frumvarpi um þetta atkvæði á

Alþingi; a.m.k. muni hann sitja hjá við afgreiðslu þess, þó að hann telji engan

vafa leika á því að hér verði brotið gegn stjórnarskránni!


Það er varla að maður geti trúað þessu. Er málum nú svo komið hér á landi að

ráðherrar í ríkisstjórn Íslands séu tilbúnir að styðja lagasetningu á Alþingi, sem

þeir segjast telja að fari í bága við stjórnarskrána? Mér er nær að halda að aðrir

eins þverbrestir hafi varla sést hjá íslenskum stjórnmálamönnum fyrr, allavega

ekki hjá ráðherrum í ríkisstjórninni. Um þá gilda lög um ráðherraábyrgð nr.

4/1963 og er enginn vafi á að þeir bera skyldu til að virða stjárnarskrána í

störfum sínum, hvort sem málefni heyrir undir ráðuneyti þeirra eða starfsbræðra

þeirra í ríkisstjórninni.


Kannski Alþingi muni höfða mál gegn þessum spakvitringi fyrir landsdómi ef

hann stendur við sín stóru orð.


Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður

bottom of page